16.01.1952
Sameinað þing: 32. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 792 í B-deild Alþingistíðinda. (1136)

169. mál, fjáraukalög 1949

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Það er yfirlýsing hv. þm. A-Húnv. eða forseta Sþ., að hér sé um formsatriði að ræða. Ég vil þá spyrja: Hvers vegna er þá veríð að hafa nema eina umr. um þetta mál, og til hvers er þá verið að senda það til n.? Ég held, að það séu svo margir endurskoðendur í stjórnarráðinu, að það þurfi ekki að senda þetta til fjvn. til að telja þessar tölur saman. Sé það álit forseta og fjmrh., að hér sé aðeins um formsatriði að ræða, þá sé ég ekki þörf á að tefja þingið við samlagningu á tölunum, en taka þetta heldur fyrir í sambandi við ríkisreikningana. Og ég sé því ekki, hvers vegna verið er að senda þetta til fjvn.