23.01.1952
Sameinað þing: 35. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 794 í B-deild Alþingistíðinda. (1140)

169. mál, fjáraukalög 1949

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Út af því atriði, sem hv. frsm. fjvn. upplýsti, að sandgræðslan hefði ekki skilað reikningi nokkur ár og að byggja verði á útborgunum til þessa fyrirtækis, verð ég að segja, að mér þykir þetta ákaflega einkennilegt. Mér þykir merkilegt, að það skuli ekki hafa verið athugað af endurskoðendum landsreikningsins, því að þeir hefðu átt að veita því athygli, hvort landsreikningurinn byggist á rekstrarreikningi eða útborgunum. Hefur ekki upplýstst, hvort fleiri reikninga vantar á þennan hátt. Þyrfti alltaf að fylgja listi yfir það, ef reikningsskil vantar, því að vitanlega er hægt að ganga eftir því og vita, hvernig þessu er varið og hvort viðar er um vanrækslu að ræða. Er sjálfsagt að athuga það.