29.10.1951
Neðri deild: 19. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 45 í B-deild Alþingistíðinda. (130)

42. mál, happdrætti

Frsm. (Sigurður Ágústsson):

Herra forseti. Með l. frá 19. júní 1933 var heimilað, að Háskóli Íslands starfrækti happdrætti, með því skilyrði, að hlutatala færi ekki upp úr 25 þús. og dregið yrði í 10 flokkum. Var þá dregið alla mánuði ársins nema janúar og febrúar. 1945 var þessum l. aftur breytt, og voru þá flokkarnir 12, og var þá dregið í öllum mánuðum ársins. Í frv. á þskj. 52 óskar stjórn happdrættisins eftir því, að hlutum verði fjölgað úr 25 þús. í 30 þús. og verði það mest í heil- og hálfmiðum, en á þeim hefur verið hörgull nú um skeið. Með því að háskólinn hefur mörg fjárfrek verkefni með höndum, sem kalla til úrlausnar á næstunni, hefur n. orðið sammála um að mæla með því, að frv. verði samþ.