04.12.1951
Neðri deild: 36. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 873 í B-deild Alþingistíðinda. (1300)

101. mál, þingsköp Alþingis

Frsm. minni hl. (Áki Jakobsson):

Herra forsetl. Ég ætla að víkja nokkuð að brtt. meiri hl. allshn., en hún sýnir, að meiri hl. n. er ekki eins staffírugur að brjóta lýðræðisreglur sem fyrr og hefur nú lagað fyrri mistök og gert, að bera skuli utanríkismál undir utanrmn. Þá gerir allshn. ráð fyrir, að utanrmn. kjósi úr sínum hópi hlutfallskosningu 3 menn til ráðuneytis ríkisstj., og með sama hætti kýs n. úr hópi varamanna sinna 3 menn til vara, sem kvaddir skulu til í forföllum aðalmanna. Upphaflega hefur átt að láta 7 menn fá þannig 6 menn úr 7 manna hópi. — Hv. frsm. hefur ekki ástæðu til að fara mörgum orðum um þetta mál, og honum virðist vera nokkuð sama um það, hvort hann þurfi að taka eitt eða fleiri hliðarhopp í þessu máli.

Hæstv. sjútvmrh. (ÓTh) talaði nokkuð um sósíalista. Hann hafði mikið á móti þeim 1942, en svo bregður þó við, að 1944 myndar hann ráðuneyti með okkur sósíalistum. Síðan líða tvö ár, og viðsýnni ríkisstjórnir taka við völdum viða í heiminum með þátttöku eða samstarfi við sósíalista. Svo var skyndilega breytt um stefnu, eins og menn vita, og þarf ekki að fjölyrða um. Hins vegar ætti hæstv. ráðh. að varast að hlaupa á sig á gamals aldri. Það hvílir tigæfa yfir þessu máli. Það hefur tvisvar þurft að bera fram brtt. við það síðan það kom fram í þinginu, en það gæti verið vissara fyrir hæstv. stjórn, ef nú skyldi vera fram undan veðrabreyting í heimspólitíkinni. Hætt er við, að meiri hl. taki ekki aðvaranir til greina.