13.12.1951
Efri deild: 42. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 895 í B-deild Alþingistíðinda. (1316)

101. mál, þingsköp Alþingis

Frsm. meiri hl. (Lárus Jóhannesson):

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir, er borið fram í Nd. af form. lýðræðisfl., Ólafi Thors, Eysteini Jónssyni og Stefáni Jóh. Stefánssyni. Í grg. fyrir frv. taka þeir fram, að milli lýðræðisfl. og kommúnista sé staðfest djúp varðandi stefnu Íslendinga í utanríkismálum og að lýðræðisfl. telji því ekki fært vegna öryggis þjóðarinnar að kveðja kommúnista til ráða í þeim málum. Frv. er því flutt til þess, að ríkisstj. geti ráðfært sig við þá, sem Alþ. hefur kosið til þess að vera ríkisstj. til aðstoðar í þessum efnum, án þess að neyðast til þess að sýna kommúnistum óverðskuldaðan trúnað í þessum efnum. Það er líka bent á það í grg., að þrátt fyrir þetta hafa kommúnistar þau áhrif í utanrmn., sem þeir eiga rétt á samkv. þingfylgi sínu.

Því miður verða 4 af 5 nm. allshn., sem málinu var vísað til, að fallast á, að frv. sé réttmætt, og leggja því til, að það verði samþ. óbreytt.