06.12.1951
Neðri deild: 37. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 908 í B-deild Alþingistíðinda. (1349)

142. mál, stofnlánadeild sjávarútvegsins

Frsm. (Pétur Ottesen):

Þetta frv. er í nánu sambandi við það frv., sem var afgr. hér áðan, og er nauðsynlegt, að afgreiðsla þessara frv. haldist í hendur. — í þessu frv. er gert ráð fyrir, að stjórn stofnlánadeildarinnar gefi eftir 1. veðrétt í þeim skipum, sem kaupa þarf í nýjar vélar. Þetta er miðað við, að eftirgjöfin nemi 2/3 hlutum af verði vélanna, en þessir 2/3 hlutar eru það hámark, sem stofnlánadeildin lánar til slíkra skipa. Enn fremur er gert ráð fyrir, að veð sé útvegað fyrir nýjum lánum, og er það nauðsynlegt vegna þess, að stofnlánadeildin lánar aðeins gegn 1. veðrétti.

Fyrir hönd sjútvn. vil ég svo mælast til, að þetta frv. nái fram að ganga.