10.12.1951
Efri deild: 40. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 923 í B-deild Alþingistíðinda. (1406)

148. mál, tollskrá o. fl.

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Ég gerði ráð fyrir, að sá, sem stýrir tollum og sköttum, hæstv. fjmrh., yrði hér viðstaddur til þess að gera nánari grein fyrir þessu frv. En n. hefur tekið að sér að flytja mál þetta fyrir hæstv. ríkisstj. Þetta er ekki neitt stórmál, heldur mest leiðréttingar og lagfæringar til þess að fá fulla lagaheimild til ýmissa áður vafasamra álagninga. Ég vil benda hér á það helzta, en það er 12. liður, og er hann þó ekkert höfuðatriði, enda ekki nýmæli. Yfirleitt virðist mér þetta frv. vera til bóta og ekki ástæða til að halda langa ræðu um það í framsögu, vegna hess að grg. er mjög rækileg. vísa ég því til hennar og óska, að frv. verði vísað til 2. umr.