13.12.1951
Efri deild: 42. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 923 í B-deild Alþingistíðinda. (1411)

148. mál, tollskrá o. fl.

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Ég hef ekki haft tíma til að athuga þetta frv. til hlítar, en athygli mín hefur verið vakin á hví, að inn í landið er nú flutt mikið af alls konar erlendu blaðarusli, bæði á ensku og norðurlandamálunum, sem mikið er keypt og spillir fyrir lestri íslenzkra bóka. Nú er það rétt, að gott er, að inn í landið séu fluttar góðar erlendar bækur, en margt af því, sem inn er flutt. verður að teljast ákaflega lélegar bókmenntir. Þó að mér finnist ekki koma til greina að banna innflutning á erlendum bókmenntum eða hefta hann með tollum, þá þykir mér rétt, að sérstakir tollar sem settir á þennan óþarfa, því að fólk mun þá frekar kaupa innlendar bækur. Ég vildi hví beina því til hv. n., hvort hún vildi ekki bera sig saman við einhverja fróða menn í þessum málum og fresta málinu til morguns.