14.12.1951
Efri deild: 43. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 924 í B-deild Alþingistíðinda. (1416)

148. mál, tollskrá o. fl.

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Það liggur hér fyrir d. brtt. við frv. frá hæstv. fjmrh., á þskj. 398, um að heimilt sé að undanskilja tolli vissa kirkjugripi, sem ætlaðir eru til prýði eða gagns í kirkjum. Vil ég fyrir hönd n. leyfa mér að mæla með því, að sú till. verði samþ. — En viðvíkjandi því, sem hæstv. dómsmrh. minntist á, við 2. umr., að setja nýjan toll á blöð og tímarit, þá hefur við athugun málsins ekki verið talin ástæða til að taka það upp í því formi, og kemur ekki nein brtt. fram um það atriði. — Í þriðja lagi hefur verið minnzt á bað að lækka í raun og veru toll af mótum til húsagerðar úr járni og tré. En þar sem fjmrn. taldi. að þetta mundi verða praktíserað þannig, að verðtollurinn yrði ekki hærri en 15%, en ætti annars helzt að heimfærast undir 30%, er sá aðili, sem hreyfði þessu máli, ánægður með bað. Sér n. því ekki ástæðu til að koma með brtt., þegar málið liggur þannig fyrir, en vill aðelns staðfesta, hvað hæstv. fjmrn. hefur sagt um hetta atriði, og samkv. þessu liggur fyrir aðeins þessi brtt. frá fjmrh.