01.11.1951
Neðri deild: 21. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 926 í B-deild Alþingistíðinda. (1433)

83. mál, Iðnaðarbanki Íslands hf

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég vil mótmæla því hjá hv. 7. þm. Reykv., að mál þetta eigi ekki að fara til n. Minni hluta n. þarf að gefast kostur á að láta í ljós álit sitt í nál. um málið. Hitt er óþingleg meðferð á málinu. Og það er alls ekki svo, að ég flytji þessa till. um n. í þeim tilgangi að tefja á nokkurn hátt fyrir afgreiðslu málsins. Það er alls ekki það, sem vakir fyrir okkur í iðnn., heldur teljum við það mjög óviðeigandi, að minni hl. n. gefist ekki kostur á að leggja fram nál. um málið. Það er venja, að málin fari til n. og að nm. gefist kostur á að leggja fram álit sitt um þau, og þá á það vitanlega að gilda um þetta mál eins og önnur.