05.11.1951
Neðri deild: 22. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 49 í B-deild Alþingistíðinda. (150)

41. mál, Landsbanki Íslands

Frsm. meiri hl. (Ásgeir Ásgeirsson):

Herra forseti. Meiri hl. n. leggur til, að frv. verði samþykkt. Frv. þetta er um afnám 20. gr. 4. nr. 10 15. apríl 1928, um Landsbanka Íslands, en þar eru sett takmörk fyrir því, hversu mikið fé seðladeild bankans megi lána ríkissjóði. Nú er það svo, að engar slíkar takmarkanir eru við sparisjóðsdeildina, og hefur þetta ákvæði því ekki náð tilgangi sínum. Er því afnám þessa ákvæðis eðlilegt og réttmætt að áliti okkar í meiri bl. Hins vegar er óvíst, hvort nauðsynlegt hafi getað talizt að skipa þessu með brbl., en þar sem ég hef ekki snúizt gegn frv. efnislega, get ég ekki haft á móti því sérstaklega, þótt því hafi verið skipað með brbl.