20.12.1951
Neðri deild: 51. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1017 í B-deild Alþingistíðinda. (1603)

153. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús o.fl.

Páll Þorsteinsson:

Herra forseti. Þetta frv. er flutt af menntmn. að ósk hæstv. menntmrh. Það er tekið fram í grg. frv., eins og oft er gert, að nm. hafi óbundnar hendur um að flytja brtt. eða fylgja brtt., er fram kunna að koma.

Þegar þetta mál var til umr. í n., vakti ég athygli á því, að í grg. frv. og þeim skilríkjum, sem til n. hafa borizt, væru engar skýringar á því, hvernig hag sinfóníuhljómsveitarinnar er komið, hver fjáröflun hennar er og hvað starfslið hennar er mikið o.fl. N. hefur borizt skrifleg brtt. frá hv. þm. Borgf. Ég mun því samkvæmt þessu greiða henni atkvæði, þó að ég fylgi málinu að öðru leyti.