20.12.1951
Efri deild: 53. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1019 í B-deild Alþingistíðinda. (1617)

153. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús o.fl.

Jóhann Jósefsson:

Herra forseti. Mér hefur skilizt, að hér væri mál á ferðinni, sem ætti að tryggja reksfur og afkomu þjóðleikhússins. Þess er full þörf, og er ekki úr vegi, að veitt sé fé til þessarar menningarstofnunar. Fyrr í dag mæltist ég til þess við hæstv. forseta, að reynt yrði að sjá svo til, að sá hæstv. ráðh., sem þessi stofnun heyrir undir og þessi mál, yrði hér viðstaddur, svo að ég gæti beint til haus nokkrum spurningum. Ég sé nú, að hæstv. ráðh. er hér ekki, en ég hef haft löngun til að óska honum til hamingju með árangurinn, sem felst í þessu frv., með það, að fyrir það er staðfestur fjárhagur þessarar stofnunar, og að óska honum til hamingju — með gæsalöppum — með þann sparnað, sem mér hefur borizt til eyrna, að forstjóri þjóðleikhússins hafi gert á rekstri leikhússins nú nýlega, og hefur verið gert opinhert á síðustu vikum. En ef nauðsyn hefur verið á að koma á sparnaði í rekstri þessarar stofnunar, þá hefði nú verið þess að vænta, að ekki hefði verið ráðizt á garðinn, þar sem hann er lægstur. Mér hefur verið sagt, að þær konur, sem tækju á móti fötum í fatageymslu leikhússins, væru 8 talsins, en þær skiptu með sér verkum á þann veg, að þrjár mættu til skiptis, þegar sýningar eru. Kaup það, sem þeim hefur verið greitt fyrir þessa þjónustu. hefur verið 30 kr. fyrir kvöldið í grunnlaun. Þessi þjónusta er unnin á tímabilinu frá kl. 8–12 að kvöldinu og er því eftirvinna. En nú skal greina frá, hversu forsjál þjóðleikhússtjórnin er í sparnaðarviðleitni sinni. Í stað þriggja fatagæzlukvenna að kvöldinu skulu nú vera tvær. Hinar konurnar skulu svo sitja heima, og að auki er þeim svo tilkynnt sem jólagjöf, að kaup þeirra frá nýári skuli ekki lengur vera 30 kr. í grunnlaun, heldur lækka niður í 25 kr. í grunnlaun. Ég hefði viljað fá að heyra af vörum þess hæstv. ráðh., sem þessi mál heyra undir, hvort svona verknaður sé gerður með vitund og samþykki ríkisstj. Þetta er svo bágborin aðferð, að ég tel ólíklegt, að ríkisstj. mundi vilja vita af slíkum vinnubrögðum. — Það er gott, að nú kemur hér einn ráðh., þótt ég geri ekki ráð fyrir, að hæstv. landbrh. muni vita um þetta, en ég hafði óskað þess, að hæstv. menntmrh. yrði hér viðstaddur, er ég flytti þessa ræðu. Ég endurtek, að ég tel mjög ólíklegt, að hæstv. ríkisstj. mundi vilja af því vita. að slíkum aðferðum sé beitt í stofnunum ríkisins sem hér hefur orðið raunin á. Mér er sagt, að ráðningarsamningar leikara og annars starfsfólks þjóðleikhússins séu þannig gerðir, að þeim verði ekkert haggað, og verður útkoman því ekki beysin af þessum sparnaði, ef rétt er faríð með við mig, að skorið sé niður kaup 8 fatagæzlukvenna og minnkuð atvinna þess fólksins, sem hefur ekki í annan stað að venda. — Ég vildi ekki láta þessu athæfi ómótmælt. Það þætti ekki beysinn einkaatvinnurekandi, sem réðist með slíkum hætti á þá allra varnarminnstu, sem hefðu afkomu sína af atvinnurekstrinum, en hefði annað á háum hún í útgjöldum fyrirtækisins. Ég vil því af þessum sökum skjóta því til þess hæstv. ráðh., sem hér er viðstaddur nú, að hann leitist við að beita áhrifum sínum í ríkisstj. til þess að fá þetta óréttlæti leiðrétt, — að leiðrétting verði fengin á þessum niðurskurði, sem hér hefur átt sér stað. Sem sparnaðarráðstöfun hefur þetta ekki hina minnstu þýðingu, en það er með öllu ómaklegt, og það er ömurlegt, að svona aðferðir gegn þessum konum geti átt sér stað í stofnunum ríkisins.