04.12.1951
Neðri deild: 36. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1022 í B-deild Alþingistíðinda. (1633)

72. mál, sala Múlasels og Hróastaða

Frsm. (Andrés Eyjólfsson):

Herra forseti. Um frv. sjálft er nú ekkert nýtt að segja fram yfir það, sem kom fram í nál. um frv. En eftir að það var gert, hafa komið fram þrjár brtt. við frv. Landbn. hefur athugað þær brtt. allrækilega. Þessar brtt. eru hér á þskj. 261, frá hv. þm. N-Þ., og á þskj. 252 og 275, frá hv. þingmönnum Rang. Um þessar brtt., sem n. hefur athugað allrækilega, vill hún segja það, að hún getur mælt með brtt. á þskj. 261, frá hv. þm. N-Þ. Hreppsnefndin þar hefur einróma mælt með því, að þessi heimild yrði veitt. Og n. hefur talað við landnámsstjóra, sem einnig hefur lagt til, að þessi brtt. verði samþ. — Um hinar tvær brtt. er það að segja, að það vantar upplýsingar enn þá til n., til þess að hún geti mælt með þeim, og það er ósk n., að hv. flm. vildu taka þær aftur nú við þessa umr. og þá annaðhvort bera þær fram sér í frv.-formi eða a.m.k. fresta þeim á einhvern hátt.