09.10.1951
Neðri deild: 5. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 54 í B-deild Alþingistíðinda. (164)

28. mál, aðstoð til útvegsmanna

Atvmrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Þetta frv. felur í sér breytingar á lögum nr. 120 28. des. 1950, um aðstoð til útvegsmanna. Breytingin er aðallega sú, að tími sá, sem þar er markaður til að ljúka úthlutun lána, er lengdur um einn mánuð. Í lögunum var gert ráð fyrir, að úthlutun yrði lokið fyrir 1. júli, en hér er gert ráð fyrir 1. ágúst. Það þótti sýnt, að þessu væri ekki hægt að ljúka á tilsettum tíma og þess vegna þyrfti að lengja þennan frest. Önnur breyt. er fólgin í því, að rétt þótti að rýmka nokkuð ákvæði laganna um heimild til að gefa eftir skuldir. Aðrar breytingar eru minni, og sé ég ekki ástæðu til að rekja þær, enda þarflaust, því að þessu er í framkvæmdinni í raun og veru lokið. — Ég legg til, að málinu verð: vísað til fjhn.