05.11.1951
Efri deild: 24. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1027 í B-deild Alþingistíðinda. (1649)

37. mál, heimilishjálp í viðlögum

Rannveig Þorsteinsdóttir:

Herra forseti. Ég vil nota tækifærið hér við þessa umr. og þakka samstarfsmönnum mínum í heilbr.- og félmn. fyrir afgreiðslu þessa máls. Og ég vil undirstrika það, sem hv. frsm. n. sagði, að um málið var enginn ágreiningur í n. Það kann að virðast, að breyt. þær, sem n. hefur gert á frv., séu allvíðtækar. Þó er hér að mestu leyti um að ræða tilfærslur í greinum og formsbreytingar, og ég sem flm. frv. tel þær vera nokkuð til bóta og get fellt mig við þær með tilliti til þess, að hér er um nýmæli og heimildarlög að ræða og ástæða til fyrir Alþ. að leita fyrir sér um það, hvernig þetta gefst í framkvæmdinni, áður en þessu máli er skapað fast og ófrávíkjanlegt form. Ég endurtek því, að ég er algerlega ánægð með þessa afgreiðslu málsins, — nema kannske eitt lítið atriði, sem óg vildi hafa öðruvísi, — ef d. samþ. þessar till. heilbrigðis- og félagsmálanefndar.