07.01.1952
Efri deild: 55. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1030 í B-deild Alþingistíðinda. (1675)

37. mál, heimilishjálp í viðlögum

Frsm. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Þega: þetta mál var síðast til umr., kom fram brtt. á þskj. 368 frá hæstv. dómsmrh. við 7. gr., þar sem lagt er til, að orðin „þó eigi yfir 100 þús. kr. á ári“ falli niður og einnig að síðasti málsl. 2. málsgr. falli niður. N. hefur athugað þessa till. og ég rætt hana við hæstv. fjmrh., og vorum við sammála um, að ekkert væri á móti því. að till. væri samþ. Hv. flm. taldi ekki ástæðu til að samþ. till. og óttaðist, að málið mundi falla, ef það færi milli deilda. Málið er borið þannig fram fyrst og þetta sett til að takmarka kostnaðinn, en eftir nánari athugan kom í ljós, að það er ekkert því til fyrirstöðu að fella þetta ákvæði niður, og mun verða nógur tíimi, þó að málið þurfi að fara milli deilda.