18.01.1952
Neðri deild: 61. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1084 í B-deild Alþingistíðinda. (1828)

177. mál, fé mótvirðissjóðs

Gunnar Thoroddsen:

Út af lánskjörum á þessu láni er nokkur ágreiningur. Stjórnir virkjananna hafa farið fram á, að lánskjör væru betri en ákveðið var í vor eða sumar. Undanfarið hafa farið fram samningaumleitanir um þetta og fengizt, eins og hæstv. fjmrh. lýsti yfir, í stað þess að greiða jafnar afborganir og vexti, að þarna er reiknað með jöfnum ársgreiðslum, og mun það til mikilla hagsbóta fyrir virkjanirnar fyrstu árin. Með tilliti til þess, að þarna er gengið til móts við virkjanirnar, tel ég ekki rétt að halda til streitu till. um lækkaða vexti, og segi ég því nei við þessari till.