06.12.1951
Neðri deild: 37. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1107 í B-deild Alþingistíðinda. (1860)

96. mál, menntaskólar

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Varðandi það, sem hv. þm. A-Sk. sagði um menntaskóla á Laugarvatni þá leikur mér forvitni á að vita hvernig skilja beri tili. meiri hl. fjvn. um 100 þús. kr. framlag til menntaskóla á Laugarvatni. Ber að skilja það sem framlag til stofnunar menntaskóla þar eða einungis sem styrk til menntaskólakennslu þar, og ef svo er, ber þá að líta svo á, að Laugarvatnsskólinn fái að útskrifa stúdenta á næsta vori? Úr því að þetta mál hefur borið hér á góma, vildi ég fá upplýsingar um þetta, þar sem það skiptir miklu máli.