06.12.1951
Neðri deild: 37. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1108 í B-deild Alþingistíðinda. (1864)

96. mál, menntaskólar

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Það er rétt hjá hæstv. menntmrh., að form. fjvn. hefur lagt áherzlu á það, að ekki ætti að skoða þessa till. meiri hl. fjvn. sem framlag til stofnunar menntaskóla á Laugarvatni. En ef líta ber á þetta sem framlag til stofnkostnaðar, þá vil ég vekja athygli á því, hve þetta framlag er lítið. Ég get ekki séð, að hægt sé að setja á stofn menntaskóla með 100 þús. kr. framlagi.