06.12.1951
Neðri deild: 37. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1108 í B-deild Alþingistíðinda. (1865)

96. mál, menntaskólar

Helgi Jónasson:

Herra forseti. Ég vil ítreka það, sem ég sagði hér áðan. Þetta var rætt á mörgum nefndarfundum, áður en till. var samþykkt, og það var vilji meiri hlutans, að settur yrði á stofn menntaskóli á Laugarvatni, og þó að form. n. hafi látið bóka þetta á þennan hátt, þá breytir það engu. Hann hefur alltaf verið á móti menntaskóla í sveit, og getur það einhverju hafa valdið um þetta álit hans. Hvað fjárveitingin er lág, stafar af því, að hér er um byrjunarfjárveitingu að ræða, og skólastjórinn á Laugarvatni taldi sig geta komizt af með hana.