13.12.1951
Neðri deild: 42. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1119 í B-deild Alþingistíðinda. (1889)

96. mál, menntaskólar

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð, sérstaklega í tilefni af því, að hv. þm. A-Sk. sá ástæðu til að gefa frekari skýringar á málinu en þegar eru fram komnar. Ég vil taka fram, hvað ég álít vera meginatriði þessarar till. hæstv. menntmrh., en það er, að sami réttur verði látinn gilda um menntaskólana báða, í Reykjavík og á Akureyri. Þm. verður að minnast þess, að eins og málið nú liggur fyrir, felst í því heimild fyrir menntaskólann á Akureyri til þess að starfrækja miðskóladeild, og það, sem lagt er til með þessari till., er, að sú heimild nái til beggja menntaskólanna. Það hafa ekki komið fram í umr. nein rök fyrir því. að ástæða sé til þess að setja menntaskólann í Rvík hjá, ef á annað borð á að heimila öðrum skólanum. þ.e. Akureyrarskólanum, að starfrækja miðskóladeild það hafa engin frambærileg rök komið fram fyrir slíku. Ég vil minna á það fyrir atkvgr., að alþm. hefur borizt bréf frá rektor og kennurum menntaskólans í Reykjavík, þar sem þeir líta þannig á, að ef menntaskálanum á Akureyri verði heimilað að starfrækja miðskóladeild, en menntaskólanum í Reykjavík meinað það, telji þeir það beina rangsleitni, ósanngirni og vantraust á skólanum í Reykjavík. Tel ég mjög fróðlegt að fá úr því skorið. hvort hv. þd. treystir sér til að greiða þannig atkv., að stjórn menntaskólans í Reykjavík telji það beint vantraust á skólanum, ósanngirni og rangsleitni í garð hans.