21.01.1952
Neðri deild: 65. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1142 í B-deild Alþingistíðinda. (1924)

96. mál, menntaskólar

Frsm. minni hl. (Páll Þorsteinsson):

Herra forseti. Það er augljóst af þskj. 669, að mál þetta hefur tekið allmiklum breytingum í Ed. frá því að það var afgr. héðan frá þessari hv. deild. Í stað þess, að þessi deild gekk þannig frá málinu að fella ákvæðið inn í grein í lögum um menntaskóla, hefur hv. Ed. nú breytt þessu að nýju, og er nú aðeins um bráðabirgðaákvæði að ræða. Ég tel, að þessi breyting sé til bóta og frv. sé nær því nú, sem í upphafi var ætlazt til af flm. þess. Eigi að síður er málið sjálft þannig vaxið, að eðlilegast væri, að þessi deild lögfesti það ekki, og vil ég í því sambandi benda á, að fyrir Sþ. liggur till. til þál. um endurskoðun skólalöggjafarinnar. Um þá till. hefur allshn. Sþ. þegar skilað áliti, og ef hún verður afgr., þá virðist eðlilegast, að frekari ákvörðunum um þetta mál verði frestað.