21.01.1952
Neðri deild: 65. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1145 í B-deild Alþingistíðinda. (1932)

96. mál, menntaskólar

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Mér skilst á því, sem hér hefur komið fram, að það vaki fyrir þeim, sem stóðu að þeim breyt. á frv., sem gerðar voru í hv. Ed., að með frv. verði tryggt, að þeir nemendur, sem nú eru í miðskóladeild, eigi að fá að ljúka miðskólanámi í menntaskóla og þar með þeir nemendur, sem eru í þessari aukadeild í menntaskóla Akureyrar. Ber þá ekki að skilja þetta svo, að þetta ákvæði, sem í frv. felst, leyfi ekki að nýir nemendur verði teknir inn í miðskóladeild menntaskólanna? Ég vænti þess, að þessi skilningur minn verði leiðréttur, ef hann skyldi ekki vera réttur.