22.01.1952
Efri deild: 68. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1217 í B-deild Alþingistíðinda. (2044)

78. mál, orkuver og orkuveitur

Frsm. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Út af því, sem hv. 6. landsk. sagði, að ég þekkti svo litið þessa á, að ég hefði ekki getað farið rétt með nafnið á henni, vil ég taka það fram, að ég fór einmitt rétt með nafnið, en raforkumálastjóri rengdi það og hélt því fram, að það nafn, Suðurbólsá, væri hið rétta, og hefur hann byggt á því. Hv. þm. er því að væna raforkumálastjóra um, að hann hafi ekki svo mikið vit á þessum málum, að hann geti farið rétt með nöfn. Ég vissi, hvað áin hét í daglegu tali, og setti inn hið rétta nafn, en því var breytt af raforkumálaskrifstofunni. Hv. þm. hefur því ekki vitað, hvað hann var að tala um.