07.01.1952
Efri deild: 55. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1222 í B-deild Alþingistíðinda. (2056)

134. mál, girðingalög

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Ég þurfti tæplega að standa upp vegna yfirlýsingar hæstv. ráðh. nú um það, hvenær skal fresta málinu. Ég sé ástæðulaust að karpa um það atriði. Það er vilji okkar nm., að málið fari sem bezt úr hendi frá Alþ. En ég vil ekki lofa neinu fyrir mína hönd um að senda stjórn Sambands sveitarfélaga málið til umsagnar. Það væri þá miklu einfaldara að fá hana á fund n. Þó að ég gæti um það áðan, að ég hefði ekki átt fullnaðarsamtal við vegamálastjóra í síma um málið, þegar við gerðum nokkurn samanburð, þá geri ég ekki ráð fyrir, að breyt. komi frá honum. Sé ég ekki ástæðu þess vegna að fresta umr., eins og líka hæstv. ráðh. féllst á.

Hins vegar er og loforð formanns n. um það, að reynt verði að ná í umsögn þessara ágætu manna, þó að það verði kannske ekki nema svokallaður minni helmingur þeirra, sem næst í.