19.01.1952
Neðri deild: 64. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1225 í B-deild Alþingistíðinda. (2069)

134. mál, girðingalög

Gunnar Thoroddsen:

Herra forseti. Frv. þetta er flutt að tilhlutun búnaðarþings og Búnaðarfélags Íslands, eins og fram kemur í grg.

Frv. þetta er aðallega miðað við sveitirnar. Við samningu þess hefur ekki verið tekið nægilegt tillit til kaupstaðanna, og gæti það valdið gífurlegum kostnaði, ef það væri samþ. óbreytt. Bærinn á víða svo miklar byggingarlóðir, að ef á að skylda hann til að greiða helming kostnaðar, verður þetta mikill kostnaður fyrir bæjarfélagið. Á þetta einkum við 4. gr. — Vil ég mælast til, að þessu verði frestað, til þess að ég geti undirbúið breyt., sem er óhjákvæmileg.