22.01.1952
Efri deild: 68. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1228 í B-deild Alþingistíðinda. (2098)

179. mál, tollskrá o. fl.

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Það er skammt síðan tollstjórinn í Reykjavík kvartaði undan því, að erfitt væri að hafa annan toll á strigaskóm með gúmmíbotnum en öðrum skófatnaði, og þess vegna var þessu breytt og tollurinn á strigaskóm hækkaður til samræmis. Við nánari athugun virtist rn., að þessi hækkun væri óeðlilega mikil, og eftir að hafa rætt við tollstjóra nánar hefur fundizt aðferð til að leysa þetta mál. Í samræmi við það er lagt til, að tollurinn verði lækkaður ofan í það, sem áður var, sem sé 15% í stað 40%, en það er hann nú.