22.01.1952
Efri deild: 68. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1231 í B-deild Alþingistíðinda. (2116)

160. mál, sundhöll í Reykjavík

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Þetta frv. er flutt að tilhlutun bæjarráðs og bæjarstjórnar Reykjavíkur og er flutt í fullu samkomulagi við íþróttafulltrúa ríkisins. Þetta mál er um það, að ríkið taki verulegan þátt í kostnaði af komu skólanemenda í Sundhöll Reykjavíkur, og er þetta að sjálfsögðu sanngirnismál, sem er eðlilegt að fái framgang. Vona ég, að málið geti orðið samþ. í þessari hv. d. tafarlaust, og vil mælast til þess, að það geti gengið fram nefndarlaust, enda var enginn ágreiningur um það í neðri deild.