23.10.1951
Efri deild: 19. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 64 í B-deild Alþingistíðinda. (222)

74. mál, loftvarnaráðstafanir

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Vegna þess alvarlega ástands í alþjóðamálum, er nú er, þótti ekki lengur hlýða, að ekki væru gerðar ráðstafanir í loftvarnamálum. Eins og vitað er, þá er í gildandi lögum, að bæjar- og sveitarstjórnir skuli hafa frumkvæði í þessum málum. Bæjarstjórn Rvíkur hefur haft þetta mál til athugunar í langan tíma. Í vor þótti ástæða til að láta loftvarnanefnd taka til starfa, og kom þá í ljós, að ekki þótti henta skipun loftvarna frá síðasta stríði. Þótti þá og betra að hafa menn með sérþekkingu, svo sem í heilbrigðisnefnd, í loftvarnanefndinni. Voru þá gefin út bráðabirgðalög samkv. því samkomulagi, sem varð milli ríkisstj. og þeirra aðila, sem störfuðu að undirbúningi um málið, og er nú óskað staðfestingar þingsins á þeim.

Legg ég svo til, að málinu verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. allshn.