21.01.1952
Neðri deild: 65. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1372 í B-deild Alþingistíðinda. (2289)

109. mál, skipun prestakalla

Andrés Eyjólfsson:

Herra forseti. Ég hef litlu að bæta við það, sem hv. frsm. menntmn. sagði um till. þá, sem ég hef lagt hér fram og er um það, eins og hann gat um, að prestssetur verði að Staðarhrauni. Hv. frsm. er búinn að lýsa því, hvernig fór um þessar sóknir við síðustu umr., og ég verð að segja það, að ég er óánægður með till. menntmn. Ég vænti fastlega, að till. mín verði samþ., því að það er eina lausnin á þessu máli að sinni.