21.01.1952
Neðri deild: 65. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1372 í B-deild Alþingistíðinda. (2291)

109. mál, skipun prestakalla

Ásgeir Ásgeirsson:

Herra forseti. Ég tók aftur til 3. umr. till. mína um að taka Súgandafjörð út úr 6. gr. frv. Og geri ráð fyrir því, að presturinn þar hafi nægilega miklar skyldur. Þetta er mannmargt prestakall og helzt til mannmargt fyrir einn prest, og hefur hann svo mikið að gera, að það er ekki hægt að bæta ofan á störf hans. Tek ég því till. mína aftur upp.