21.01.1952
Neðri deild: 65. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1372 í B-deild Alþingistíðinda. (2292)

109. mál, skipun prestakalla

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég leyfi mér að leggja hér fram till. frá hv. þm. A-Húnv. og mér, sem var tekin aftur við 2. umr., en þarf nú að flytja skriflega, því að það hefur orðið röskun á töluliðum, og ber ég því fram skriflega till. í þessu efni.

Þessi till. er um, að eitt prestakall í Húnavatnsprófastsdæmi fái að halda sinn gamla nafni, í stað nafnsins „Steinnes“ komi: Þingeyraklaustur. — Ég þarf ekki að færa rök fyrir þessu, því að saga þessa staðar er svo merkileg og vel þekkt.

Vil ég svo afhenda forseta þessa skriflegu till.