24.01.1952
Neðri deild: 70. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1398 í B-deild Alþingistíðinda. (2330)

109. mál, skipun prestakalla

Ásgeir Ásgeirsson:

Herra forseti. Ég vildi aðeins, að sá skilningur minn í sambandi við kennsluprestana komi fram, að ég álít kennsluskyldu þeirra vera bundna við viðkomandi prestaköll. Ég hef jafnan litið þannig á, að ef breyting yrði gerð á kennslufyrirkomulaginu, þannig að skólahverfi yrðu sameinuð, þá falli kennsluskylda viðkomandi prests niður um leið. Ég vildi aðeins, að þessi skilningur kæmi fram. Að öðru leyti fylgi ég frv. eins og það nú er.