22.10.1951
Efri deild: 18. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 14 í C-deild Alþingistíðinda. (2348)

70. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég ætla ekki að blanda mér í þessar umræður nú. En þegar fram kemur frv. um afnám laganna um tekju- og eignarskatt frá góðum sjálfstæðismanni, finn ég ástæðu til að hryggjast yfir þeirri stefnubreytingu, sem orðin er síðan Magnús Guðmundsson flutti hér frv. um tekju- og eignarskatt og fékk það samþ. Þá sáu sjálfstæðismenn, að menn með miklar tekjur stóðu betur að vígi en hinir til að borga. En nú er eigingirnin orðin svo rík hjá þeim, að þeir vilja, að allir borgi jafnt, og því meira í ríkissjóðinn, því fleiri munna sem þarf að fæða. Ég vil þakka Magnúsi Guðmundssyni og þeim, sem með honum stóðu að setningu þessara laga, og hryggjast yfir hinum, sem vilja afnema þau.