20.11.1951
Efri deild: 31. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 23 í C-deild Alþingistíðinda. (2363)

118. mál, eftirlit með opinberum sjóðum

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Ég vefengi ekki, að skoðun hv. 1. þm. Eyf. sé rétt. Í síðasta málsl. 1. gr. frv. er gert ráð fyrir því, að þegar breytt er ákvæðum skipulagsskrár, sé og haft í huga, að breytingin raski sem minnst tilgangi sjóðsstofnanda, eftir því sem aðstæður leyfa.

Hv. 1. þm. N-M. gerði þá aths. í ræðu sinni, að vafamál væri, hvort þetta mál heyrði undir dómsmrn. Í frv. er gert ráð fyrir staðfestingu á sjóðsreglum, en það mál heyrir undir þetta ráðuneyti. Að öðru leyti munu þessi mál heyra undir félmrn., en mér skilst, að dómsmrn. sé sett hér til frekara réttaröryggis.

Ég leyfi mér svo að leggja til, að málinu verði vísað til 2. umr. og allshn.