14.12.1951
Neðri deild: 44. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 85 í C-deild Alþingistíðinda. (2452)

107. mál, fasteignamat frá 1942 o. fl.

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Það eru aðeins nokkur orð viðvíkjandi ræðu hv. þm. A-Húnv. Það er víst ekki ástæða til að tala hér um misskilning, sem fram kom hjá hv. þm. Ég býst við því, að það sjái það allir aðrir fundarmenn, að brtt. 2. þm. Skagf. o. fl. getur ekki snert eignarskattinn, því að hann er ekki miðaður við ákveðna hundraðstölu af fasteignamati. Það gæti verið eðlilegt, að endurskoðun færi fram á reglum um fasteignagjöld, og því getur verið heppilegt, að þetta sé látið vera óbreytt, þangað til yfirvöldin haf.a sett nýja reglugerð, og er það á valdi bæjarstjórna að ákveða slík gjöld. Það sjá allir, að þessar brtt. hafa ekki áhrif á eignarskattinn.

Viðvíkjandi till. hv. 5. þm. Reykv. um, að n. taki málið til athugunar á ný, þá gæti ég, ef þess er óskað, reynt að boða fund í n. seinni partinn í dag. Mér finnst það rétt, ef einn nm. óskar eftir því.