25.10.1951
Neðri deild: 18. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 129 í C-deild Alþingistíðinda. (2542)

34. mál, viðauki um gengisskráningu, launabreytingar, stóreignaskatt, framlgj. o.fl.

Frsm. (Jón Pálmason):

Herra forseti. Þetta frv., sem hér liggur fyrir, er staðfesting á brbl., sem gefin voru út á síðastliðnu sumri og fela það í sér, að sú breyt. verði gerð á l. um gengisskráningu, launabreytingar, stóreignaskatt, framleiðslugjöld o. fl., að ef samið er um, að launahækkanir eigi sér stað frá því, sem ákveðið var á síðasta þingi, þá sé heimilt að hækka á sama hátt framleiðsluvörur landbúnaðarins. Landbn. hefur athugað þetta mál og mælir með, að þetta frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir þinginu. — Ég sé svo ekki ástæðu til að fara um það fleiri orðum.