15.01.1952
Efri deild: 59. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 131 í C-deild Alþingistíðinda. (2554)

131. mál, prófesorsembætti í læknadeild Háskóla Íslands

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. N. hefur athugað þetta frv. og hefur orðið sammála um að leggja til, að það verði samþ. Það hefur verið lagt fram af ríkisstj., en frv. kemur ekki til framkvæmda fyrr en árið 1954, enda má búast við, að sá prófessor, sem fær þetta embætti, verði að fara utan til forfrömunar.

Ég skal ekki vera langorður um þetta. Það er komin brtt. frá hv. þm. Vestm., sem mér skilst að komi ekki til atkv. við þessa umr., eða ekki fyrr en við 3. umr., eitthvað breytt. Það er ekki ástæða til að fara að rökræða þessa till. nú, og orðlengi ég þetta ekki meir. Það hefur verið samhugur í n.samþ. þetta frv., en ef viðbótin kemur, þá er tími til að ræða um það, þegar þar að kemur.