23.10.1951
Neðri deild: 17. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 148 í C-deild Alþingistíðinda. (2578)

8. mál, verðlag, verðlagseftirlit og verðlagsdóm

Forseti (JG):

Samkv. 54. gr. þingskapa fær hver flokkur til umráða þrjá stundarfjórðunga, er skiptast í tvær umferðir, 30 mín. í fyrri umferð og 15 mín. í þeirri síðari. Ef fulltrúi flokks talar lengur en 30 mín. í fyrri umferð, fær flokkur hans þeim mun styttri tíma til umráða í síðari umferð. Hins vegar er ekki heimilt að geyma tíma frá fyrri umferð til síðari umferðar. Röð flokkanna verður þessi: Alþfl., Sjálfstfl., Sameiningarfl. alþýðu — Sósfl. og Framsfl.

Þá hefst umræðan, og tekur til máls hv. 3. landsk. þm. Gylfi Þ. Gíslason, sem talar af hálfu Alþfl. og hefur til umráða 30 mín.