15.01.1952
Neðri deild: 59. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 213 í C-deild Alþingistíðinda. (2618)

15. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Því miður er hv. frsm. minni hl. fjarstaddur, en hann ætlaði að flytja ræðu um þetta mál. Ég vildi einungis lýsa yfir þeim vilja minni hl. n., að þetta mál ætti að samþykkja. Ég hafði gert þá athugasemd í nál., að ég mundi bera fram brtt. varðandi smágalla á frv. Hins vegar mun ég ekki bera þær fram fyrr en við 3. umr., vegna þess að ég vil fá úr því skorið nú, hvort hv. d. vill fylgja frv. að efni til, og óska ég því, að það fái að koma til atkvæða nú, þar sem þetta er eitt af fyrstu málum þingsins.