23.11.1951
Neðri deild: 32. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 277 í C-deild Alþingistíðinda. (2847)

115. mál, laun listamanna

Flm. (Jónas Árnason):

Herra forseti. Þetta frv. er eiginlega orðinn gamall heimagangur hér á Alþingi. Það var flutt af Magnúsi Kjartanssyni á tveimur síðustu þingum, en fékk ekki afgreiðslu. Hv. þm. ætti því að vera kunnugt efni þess og óþarfi að rekja það nánar í þetta sinn. Það má vera, að hv. þm. þyki þegar nóg komið af þessum svokölluðu listamannafrv. Í þessu sambandi vil ég vekja athygli á því, að það frv., sem var samið árið 1947, túlkaði í öllum atriðum skoðun þessara manna, sem málið snýst um, skoðun listamannanna sjálfra, þegar það var samið. Kemur það glöggt fram í bréfi, sem er fylgiskjal með þessu frv., frá þáverandi formanni Bandalags ísl. listamanna. — Skal ég ekki hafa fleiri orð um þetta. Ég legg til, að málinu verði vísað til 2. umr. og menntmn.