29.10.1951
Efri deild: 21. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 82 í B-deild Alþingistíðinda. (288)

59. mál, tollskrá

Frsm. meiri hl. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Þessu frv., sem hér liggur fyrir, var vísað til hv. fjhn. Hefur n. athugað frv., og sá n. það við athugun, að prentvilla hafði orðið í frv., þannig að þar stóð 200%, en átti að standa 250%, þ.e. 250% álag. Þetta hefur n. nú viljað leiðrétta með brtt., sem hún flytur.

N. varð ekki sammála um málið. Minni hl. n., hv. 1. landsk., vildi ekki verða samferða hinum öðrum nefndarmönnum um afgreiðslu málsins og hefur því lagt fram sérstakt nál. Aftur á móti töldum við hinir nefndarmennirnir, að þar sem hér er um stjfrv, að ræða og ekki hefur komið fram nein stefnubreyt. hjá flokkunum, sem standa að ríkisstj., um tolla- og skattabreyt., töldum við rétt og sjálfsagt að leggja til, að þetta frv. yrði samþ., jafnvel þó að afkoma ríkissjóðs sé betri nú en á siðasta ári, og töldum við varasamt að sleppa nú þeim tekjum, sem þetta frv. felur í sér. Leggur meiri hl. fjhn. því til, að frv. verði samþ. óbreytt að öðru leyti en því, að leiðrétt verði áður nefnd prentvilla í frv.