07.12.1951
Efri deild: 39. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 326 í C-deild Alþingistíðinda. (2895)

16. mál, iðnaðarmálastjóra og framleiðsluráð

Forseti (BSt):

Út af þeim ummælum, að brtt. á þskj. 287 séu efnislega alveg eins og rökst. dagskrá, vil ég segja, að það er allt önnur afgreiðsla að afgr. mál með rökst. dagskrá eða lagafrv. Það er því formlega rétt að bera þessa brtt. upp, og má í því sambandi t. d. benda á 66. mál, en þar leggur n. til, að það verði afgr. með rökst. dagskrá, sem er sama efnis og frv.

Mér barst áðan brtt. við brtt. á þskj. 287, á þessa leið: „Fyrirsögn frv. verði: Frv. til 1. um iðnaðarmálaráð.“ — Fyrir þessari till. þarf tvöföld afbrigði.