17.10.1951
Sameinað þing: 5. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 30 í D-deild Alþingistíðinda. (3079)

25. mál, lánveitingar til íbúðabygginga

Jóhann Jósefsson:

Herra forseti. Ég var kallaður í síma, þegar hv. 4. þm. Reykv. var að halda ræðu sína og flutti það, sem hann kallaði leiðréttingu við það, sem ég hafði sagt, að mismunur væri á aðstöðu opinberra starfsmanna til þess að fá lán til íbúðabygginga og annarra, þar sem opinberir starfsmenn gætu fengið allt að 100 þús. kr. lán. En ég veit ekki betur en að þetta sé „praksis“, og hvað sem vaxtakjörunum líður, er það víst, að þeir, sem eru í opinberri stöðu, hafa aðgang að lánum til íbúðabygginga, sem aðrir hafa ekki. Á þetta benti ég, og það er ekki misskilningur, heldur staðreynd.