20.11.1951
Neðri deild: 30. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 110 í B-deild Alþingistíðinda. (318)

17. mál, varnarsamningur

Forseti (SB):

Umr. um 17. mál er frestað um skeið. (EOl: Herra forseti.) Óskar hv. 2. þm. Reykv. að ræða þingsköp? (EOI: Ég óska að tala um þetta mál, sem nú er hér á dagskrá.) Hv. þm. hefur óskað þess sjálfur, vegna þess að eigi sé lokið prentun og útbýtingu nál., að málinu verði frestað um sinn. (EOl: Það er ekki venja að slíta ræður frsm. í sundur, og ég sem frsm. minni hl. óska að flytja mína ræðu nú.) Umr. er frestað um skeið. Það má vera, að það vinnist tími til að taka málið aftur fyrir áður en fundi verður slitið kl. 4.