14.11.1951
Sameinað þing: 14. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 146 í D-deild Alþingistíðinda. (3214)

51. mál, mótvirðissjóður

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Það er ljóst, að hér er um mjög mikið mál að ræða og ekki hægt fyrir þingheim eða ríkisstj. að taka afstöðu til þess í einstökum atriðum, heldur gera sér grein fyrir, hvernig verja eigi þeim sjóði, sem hér um ræðir. Ég hef þá skoðun á þessari þáltill., að hún sé ábending til ríkisstj. um, að þetta mál verði tekið upp til rækilegrar rannsóknar og þar með höfð í huga þörf landbúnaðarins, sem ég vil ekki draga úr. Mér er ómögulegt að líta öðruvísi á þessa till. en sem ábendingu. Ef hún á að vera bindandi, þá verða líka að vera um hana tvær umr. Nú hefur ein umr. verið ákveðin um till. Af þessu sýnist mér, að ef Alþ. samþykki þessa till., þá sé hér aðeins um að ræða ábendingu til ríkisstjórnarinnar.