16.01.1952
Sameinað þing: 33. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 201 í D-deild Alþingistíðinda. (3292)

175. mál, tollendurgreiðsla vegna skipasmíða

Flm. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Ég get verið stuttorður um þessa till. hér, sem er raunar aðeins formsatriði til staðfestingar á samkomulagi milli hæstv. ríkisstj. og nokkurra þm., er báru fram brtt. við fjárlfrv. um þetta sama efni. Stjórnin féllst á að leita sér heimildar til að afgreiða þetta mál á þann veg, er hún teldi rétt, og á það var fallizt af flm., sem vildu bæta skipasmíðastöðvum nokkuð á þessu sviði með tolleftirgjöf eða öðru. — Þessi till. er borin fram samkv. ósk ríkisstj. til að staðfesta þetta og til að veita Alþ. tækifæri til að gera hér um löglegan gerning. — Ég þarf ekki að lýsa þessari till., hún ber það með sér sjálf og grg., að hér er um að ræða tolleftirgjöf á efni í þá báta, sem smíðaðir voru fyrir ríkisstj. á árunum 1945–49, en með því að hér er um fjárútlát að ræða fyrir ríkissjóð, þykir ekki hlýða annað en tvær umr. séu um till. og að hún að lokinni þessari umr. fari til hv. fjvn., og vil ég gera það að till. minni, í trausti þess, að hv. n., þar sem fullt samkomulag er hér um, hraði afgreiðslu hennar eins og unnt er, þannig að hún nái samþykki Alþingis áður en Alþ. er slitið að þessu sinni.