29.10.1951
Neðri deild: 19. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 174 í B-deild Alþingistíðinda. (351)

6. mál, togarakaup ríkisins

Frsm. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Nefndin hefur athugað frv. þetta og leggur til, að það verði samþykkt með lítilli formsbreytingu. En hún gerir ráð fyrir því, að þessi málsgr., sem gert er ráð fyrir að bætt verði við 1. gr., falli inn í 1. gr. á eðlilegan hátt, en þar er gert ráð fyrir heimild fyrir ríkisstj, til að kaupa tíu togara. Þetta er aðeins formsbreyting, en ekki efnis.

1. málsgr. 1. gr. þessara l. nr. 50 1950 hljóðar svo, með leyfi hæstv. forseta: „Ríkisstjórninni er heimilt að láta smíða allt að tíu togara í Bretlandi með það fyrir augum, að þeir verði seldir einstaklingum, félögum eða bæjar- og sveitarfélögum.“

Og 2. málsgr. þessara 4. hljóðar svo: „Til þessara framkvæmda er ríkisstjórninni heimilt að taka allt að kr. 57125000 eða £ 1 250 000 lán til þess tíma og með þeim kjörum, sem um semst. Veðsetja skal togarana með 1. veðrétti til tryggingar láninu, og skal sú veðsetning halda fullu gildi, þótt togararnir verði seldir.“

Ef frv. verður samþ. með þessari breyt., sem n. gerir ráð fyrir, mundi þessi nýja málsgr. um heimild fyrir ríkisstj. til að kaupa einn togara innanlands koma þarna inn á milli, og leggur n. til, að frv. verði samþ. með þeirri breytingu.