08.11.1951
Sameinað þing: 13. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 300 í D-deild Alþingistíðinda. (3523)

46. mál, mæðiveikivarnir

Landbrh. (Hermann Jónasson):

Herra forseti. Ég vil ekki láta ómótmælt þessari túlkun hv. þm. Barð. á orðum mínum. Ég sagði, að ég efaðist um, að framkvæmdin hefði farið betur úr hendi hjá nokkrum öðrum í þessu efni en hjá þessum mönnum, sem eru í sauðfjársjúkdóman. Og þegar ég sagði, að ekkert hefði verið látið ógert, sem n. óskaði eftir, en hins vegar hafði þau ummæli, að ég að sjálfsögðu vekti athygli á því við n., sem ég teldi að þyrfti að gera, þá leiðir þetta af mínu starfi. — Ég sé ekki ástæðu til að ræða það mikið, en þessi túlkun hv. þm. er ekki samhljóða því, sem ég vakti athygli á.